er hrúðurflétta með
örsmáu, gráleitu eða grágrænu þali og ætíð þéttsett svörtum, kúptum
eða nær hvolflaga og randlausum askhirzlum. Hún vex mest á
mosa á grónum jarðvegi, oft þunnri jarðvegsskán utan í klöppum eða á
þúfum.
Myndar fremur dökkgrátt þal með aðeins bláleitum tón, á nánast
ógrónum jarðvegi, þar sem yfirborðinu hefur þó verið lokað af
frumstæðum soppmosum og þörungaskorpu. Yfirborð þalsins er
smávörtótt (0,2-0,3 mm), þekur oft 2-4 sm í þvermál, lyftist oft
aðeins upp um miðjuna. Í þessum gráu vörtum er lag af grænþörungum
undir yfirborðinu, en á milli þeirra má ef vel er að gáð oft greina
brúnleita flekki, en þar hefur sveppurinn náð tengslum við
bláþörunga af ættkvíslinni Nostoc. Askhirslurnar vaxa oft svo þétt,
að þær gróa stundum nokkrar saman í hnapp.
Grákúpa á
Fljótsdalsheiði þann 6. ágúst árið 1993.
Sýni af grákúpu frá Bólstað við Þjórsá,
myndin tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri.