er smávaxin
hrúðurflétta sem vex á steinvölum eða hraungrýti. Þalið er slétt,
móleitt eða grábrúnt, slétt eða ofurlítið sprungið og reitskipt í
miðju. Askhirzlurnar eru örsmáar, dökkgráar eða gulbrúnar,
niðurgrafnar og mynda lautir niður í þalið. Líklega er felumaran
nokkuð algeng um mestallt land, ekki sízt á hálendinu, en er lítt
áberandi vegna smæðar sinnar og leynist því vel.
Felumara á steini,
tekið á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri vorið 2003.