er blaðflétta sem
myndar langa og mjóa bleðla, útbelgda í endann, og stundum með
hraufum á endableðlunum. Hún líkist flatþembu, en hefur grennri
bleðla sem þekja ekki eins vel undirlagið. Einnig er áberandi á
henni að svart neðra borð skófarinnar nær lengra upp á hliðunum og
verður því vel sýnilegt ofan frá eins og svartar blekskellur.
Prikþemban vex stundum á birkibolum, en oft á mosa gróinni jörðunni
í mólendi. Hún hefur aðeins fundizt á Austfjörðum.
Myndin af prikþembu er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri af sýni frá
Djúpavogi.