Þal
sótaglyðrunnar er kornkennt-vörtótt, dökk grátt eða blágrátt,
stundum grábrúnt eða nær svart, klæðir utan mosagreinar, korn af
stærðargráðunni 0,1 mm. Askhirzlur svartar, kúptar og randlausar,
0,5-1,5 mm í þvermál, stundum fleiri en ein samgrónar. Gróin átta í
aski, 9-18 x 3-5 µm, glær, tvíhólfa, aflöng með ávala enda. Askþekja
svargræn, blágræn eða fjólubláleit, askbeður 35-45 µm þykkur,
bleikfjólublár eða ljósgrænleitur, undirþekja oft mislit, glær,
bleikfjólublá eða blágrænleit, botninn svarblár eða nær svartur.
Sótaglyðran vex á holtasóta (Andreaea) utan á steinum. Hún er
algeng á Vesturlandi, Suðurlandi og sunnanverðu hálendingu og á
Austfjörðum. Ófundin á Norðurlandi.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald: Óþekkt.