er með algengustu
fléttum landsins og vex á steinum. Hún er nánast jafn algeng á
láglendi sem á hæstu fjöllum. Hún hefur fölryðbrúnan lit, og
er oft án askhirzlna en hefur í þess stað litlar, ljósleitar, oft
lítið eitt niðurgrafnar hraufur. Stundum hefur hún einnig
allstórar, svartar askhirzlur. Þá líkist hún ryðkörtu, en er ljósari
á litinn.