er dökkgrá
hrúðurflétta með reitskiptu þali. Hún vex ætíð á steinum eða klöppum
og er algeng um land allt. Askhirzlurnar eru smáar, svartar,
hálfniðurgrafnar í þalið, oft með upphleyptum börmum. Dimmuskorpan
líkist mjög gráskorpu í útliti, er þó oftast dekkri á litinn, og
gefur neikvæða svörun með kalílút. Gráskorpan er þó mun algengari en
dimmuskorpan.
Myndin af dimmuskorpu er
tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri þann 28. maí 2009.