Jarðhreistrur
flatbikarsins eru miðlungsstórar, að 6 mm í þvermál,
láréttar eða uppsveigðar, efra borð grænt eða brúnleitt, neðra borð
hvítt. Þalgreinar eru mjög stuttar mest um 5
mm, og mynda nær óstilkaða 5-10 mm breiða
bikara sem stundum fletjast nánast út yfir undirlagið. Bikararnir
eru grágrænir eða brúngrænir á litinn, með
barkflögum sem eru 0,1-0,5 mm að stærð, eða barklausir. Askhirzlur
eru óþekktar hér á landi.
Flatbikar vex á lítt grónum
jarðvegi. Hann er mjög sjaldgæfur, aðeins fundinn á örfáum stöðum á
Miðhálendinu.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Imbricarinsýra.