myndar
hrúðurkennt þal á mold eða lítt grónum jarðvegi. Það líkist mjög
þali torfmæru (sem er miklu algengari), en er heldur ljósara með
gulari eða bleikbrúnni blæ. Eins og á torfmæru er þalið smábleðlótt
eða ógreinilega reitskipt og vörtótt. Askhirslur eru eins og á
torfmæru, ljós brúnar og stuttstilkaðar, 0,5-2 mm að stærð.
Auðveldast er að aðgreina þessar tegundir á K-svöruninni. Dropi af
KOH á torfmæru gefur gula svörun, en á bleikmærunni er svörunin
aðeins gul í fyrstu, en verður svo fljótlega dökkrauð. Bleikmæran er
fremur sjaldgæf og hefur aðeins fundist á norðaustanverðu landinu,
líklega algengust á norðaustanverðu hálendinu.