Þalið er hrúðurkennt,
stundum allþykkt (→1 mm), greinilega reitskipt, reitir 1-1,5 mm í
þvermál, efra borð reita blágrátt eða grátt, stundum grásvart,
smávörtótt (0,1-0,2 mm). Askhirzlur algengar, oft í fleti við
reitina, en stundum lausar á milli þeirra og þá oft á stilk, brúnar
á litinn með grárri þalrönd, sem oft er smátennt, oftast 0,5-1,2 (2)
mm í þvermál. Askar með átta gróum, gróin sporöskjulaga, glær,
einhólfa, 8,5-10,5 x 5-6 μm. Fjörutarga vex eingöngu á sjávarklettum
og er algeng alls staðar þar sem klettar standa út í sjóinn, vantar
við sendna suðurströndina.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.