Þal surtarkræðunnar er
runnkennt, greinar meir eða minna uppréttar, 3-8 sm háar, sívalar í
þversniði, um 0,7-1,2 mm þykkar neðst en o,o5-o,1 mm í efri endann.
Þalgreinar eru mjólkurhvítar til grábrúnar, ljósari neðst og oft með
bleikleitum blæ, en grásvartar ofantil, með hvítleitum, aflöngum
raufum. Askhirzlur eru ekki þekktar hér á landi.
Surtarkræðan vex niðri á jörðunni í heiðamóum, mjög algeng og
útbreidd um allt land. Stöku sinnum vex surtarkræðan á kvistum, bæði
fjalldrapa, krækilyngi eða öðrum lágvöxnum runnum.
Þalsvörun:
K+ gul (barkarlag), C+ rauð, KC+ rauð, P+ gul.
Innihald:
Alectorialinsýra og barbatinsýra.