er algeng flétta á
trjám víða í Evrópu, ekki síst til fjalla, en á Íslandi eru hún afar
sjaldgæf, aðeins fundin á Austurlandi. Hún vex þar í gömlum
birkiskógum, er þekkt frá þrem stöðum: Í Hamraskógum við Steiná í
Hamarsdal, í Austurskógum í Lóni og í Steinadal í Suðursveit.
Elgshyrnan hefur blaðkenndar greinar, gráar og kúptar á efra borði
en hvítari og grópaðar að neðan, og vex á greinum birkitrjánna.
Myndin af elgshyrnu er
tekin á Náttúrugripasafninu á Akureyri af sýni frá Steinadal sem
Hálfdán Björnsson í Kvískerjum sendi til greiningar.