Þal kastaníuhryðjunnar er hrúðurkennt,
dökk brúnt og gljáandi, þykkt, reitskipt með áberandi kúptum reitum
0,5-1,2 mm að stærð, jaðarinn með svörtu forþali. Askhirzlurnar eru
disklaga, svartar, flatar eða lítið eitt kúptar, nokkuð aðlægar
þalinu, með svartri, fremur þunnri eiginrönd, 0,5-1,5 mm í þvermál.
Gróin eru átta í aski, glær, sporöskjulaga, einhólfa, 9-13 x 5-6 μm
að stærð. Askþekja svört eða brúnsvört, botnþekjan glær eða
ljósmóleit. Kastaníuhryðjan vex á blágrýti, gjarnan uppi á klettum.
Fundin víða um landið.
Þalsvörun: Miðlag K+
gult, C-, KC-, P+ laxagult.
Innihald:
Miriquidinsýra, stictinsýra.