eða öðru nafni
dvergdymbill, fannst fyrst utan í
skurðbakka á Breiðavaði á Fljótsdalshéraði, en hefur síðar fundizt
víðar á Norður- og Austurlandi. Þetta er afar óvenjuleg flétta, sem
myndar grænleita skán á jarðveginum, og upp úr henni vaxa aldin
sveppsins sem er ekki af flokki asksveppa, heldur eru af ætt
kylfusveppa og tilheyrir því kólfsveppum. Aldinin eru kylfulaga,
gulbleik á litinn og ofurlítið skert eða greind í toppinn, minna að
því leyti á kylfusveppi af ættkvíslinni Clavulinopsis (dymblar).
Stundum hefur tegundin verið talin til þeirrar ættkvíslar, og í
samræmi við það hlotið nafnið dvergdymbill. Mjög fáir kólfsveppir
aðrir mynda fléttur með grænþörungum, helzt er það ættkvíslin
Omphalina sem finnst hér á norðurslóðum.
Myndin af torfuhnýflu er
tekin 5. ágúst 1993 á Breiðavaði á Fljótsdalshéraði.