hefur slétt, hrúðurkennt þal sem er dökkbrúnt, ryðbrúnt eða nær
svart, þunnt, yfirborðið smásprungið eða fínlega reitskipt.
Skjóðurnar eru að miklu leyti á kafi ofan í allstórum þalvörtum sem
geta verið 0,3-0,7 mm í þvermál, munninn stendur þó upp úr,
svartur og oft gljáandi. Gróin eru tvö í hverjum aski, sporbaugótt,
í fyrstu glær en fullþroskuð eru þau brún, marglaga múrskipt.
Ryðvartan vex á steinum í lækjum, í rigningarpollum á klettum og í
gljúfrum við fossa. Hún er ekki mjög algeng, en finnst á víð og
dreif um norðanvert landið.
Ryðvarta úr læk meðfram Fagradalsvegi á Austurlandi