Þal klappaslembrunnar er svart, um 2-3 sm í þvermál, bleðlar greindir, 4-8 mm breiðir, jaðarinn hrokkinn, efra borð með fjölmörgum smáum vörtulaga eða hnöttóttum snepum sem eru jafnir að stærð, um 0,1 mm. Þalið bólgnar út í vætu. Askhirzlur ekki þekktar á íslenzkum eintökum.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur þekktar.
Klappaslembra í Eskey á Mýrum eystra þann 1. ágúst 1989.
Klappaslembra á kletti í Hróarstungu 17. júlí 2013.