Þal mývatnsgrasanna myndar
upprétta eða uppsveigða, lítið eitt greinda bleðla, hliðar bleðlanna
upprúllaðar og mynda 2-5 sm langar og 1-5 mm breiðar pípur,
rendurnar eru samgrónar hér og hvar. Yfirborð þalsins er hvítgult,
gljáandi, ytra borð pípnanna með hvítleitum raufum, rönd
bleðlaendanna ber svartbrúnar pyttlur og blaðfóturinn er
svartleitur. Askhirzlur eru óþekktar á íslenzkum eintökum.
Þalsvörun:
K-, C-, barkarlag KC+ gult, P-.
Innihald:
Úsninsýra og protolichesterinsýra.
Mývatnsgrös í Hafurshöfða í Mývatnssveit 23. ágúst 1987.
Mývatnsgrös í hlíðinni milli Gullbrekku og Kolgrímastaða í Eyjafirði.