vex á birkibolum og
greinum í gömlum birkiskógum. Þetta er blaðkennd flétta, með fremur
fíngerðum bleðlum. Bleðlarnir bera duftkenndar hraufur og hafa
ofurlítið gulgrænan blæ sem stafar af usninsýru. Gulstikan hefur
aðeins fundizt á nokkrum stöðum í birkiskógum á Austurlandi. Náskyld
tegund er grástika, Parmeliopsis
hyperopta, og hún er í útliti eins og gulstika, nema
hún er hreingrá á litinn, þar sem hún hefur enga úsninsýru. Hún
miklu sjaldgæfari en gulstika, hefur aðeins fundist í
Hallormstaðaskógi.
Gulstika á trjábol í
birkiskógi við Fálkaás í Geithellnadal 22. júlí árið 1990.