Þal barkardyrgjunnar er hrúðurkennt,
oftast mjög þunnt eða lítt sýnilegt, brúnt, grábrúnt eða gráleitt.
Askhirzlurnar eru dökkbrúnar eða svartar, 0,3-0,6 mm í þvermál,
sjaldan stærri, flatar eða nokkuð kúptar, með þykkri, grábrúnni
þalrönd, myndar oft þéttar breiður á viði, en strjálli á trjáberki.
Askar með átta gróum, gróin dökk brún, tvíhólfa, 18-23 x 7-10μ.
Askþekjan er brún, asklagið og botnþekjan glær. Barkardyrgjan vex
oft á gömlum, veðruðum viði, en einnig oft á víðikvistum í mólendi
og stöku sinnum á mosagrónum jarðvegi. Hún
hefur fundizt á strjálingi vítt og breitt um landið, og er líklega
nokkuð algeng.
Þalsvörun: K-,
C-, KC-, P-.
Innihald:
Zeorin + eða -.