Sokkinsnurða
Immersaria athroocarpa
Þal sokkinsnurðunnar er hrúðurkennt, reitskipt, allþykkt, þalreitir kantaðir, ljós- til dökkbrúnir, íhvolfir eða flatir, oft dekkri í miðju, oft með áberandi ljósa jaðra, 0,6-1,5 mm að stærð. Askhirzlur svartar, oft gráhrímaðar, í hæð við þalreitina, oft kantaðar eins og þeir, 0,5-1 mm í þvermál, eiginrönd lítt áberandi. Gróin átta í aski, sporbaugótt-oddbaugótt, glær, einhólfa, 12-20 x 6-9 μm. Askþekja ólífu-svört, askbeður glær, 80-110 μm þykkur, undirþekja ljóslituð, exciple dökk brúnt. Sokkinsnurða vex á basalti og er líklega nokkuð útbreidd um allt landið.
Henni getur svipað nokkuð til
brúnsnurðu,
sem er þó oftast dekkri á litinn og askhirzlurnar rísa meira upp af
þalinu.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-, miðlag J+ blátt.
Innihald:Confluentinsýra.