er runnkennd flétta
sem myndar nokkra breiðu af gráum eða grábrúnum, sívölum greinum.
Hún vex uppi á klettum, oft mosagrónum, einkum í nánd við
fuglabjörg, eða annars staðar þar sem áburðar gætir frá fuglum.
Askhirzlurnar eru hnöttóttar, gráar eða grábrúnar og standa á
greinendunum. Á efri myndinni til hægri sést hvernig klettakræklan
kemur venjulega fyrir sjónir manna, en á neðri myndinni sést hún með fullþroskuðum askhirzlum.
Klettakrækla í Gálgahrauni á Álftanesi
27. maí 1987.
Klettakrækla í
Kjálkafirði í Barðastrandarsýslu árið 1994. Hér má greina allmargar
hnöttóttar askhirzlur.