er hrúðurflétta sem
vex gjarnan yfir mosahjúp sem stundum klæðir kletta, eða á
mosagrónum jarðvegi. Hún er nokkuð víða á Suðurlandi, en utan þess
aðeins fundin á einum stað á Austfjörðum og í Mývatnssveit á
Norðurlandi. Hún myndar dreifðar askhirzlur á undirlaginu; þær eru
flatar eða lítið eitt íhvolfar, brúnleitar með hvítum barmi.
Sýni af mosafleðu frá
Hamragörðum undir Eyjafjöllum. Myndin tekin á
Náttúrufræðistofnun á Akureyri árið 2000.