er fremur sjaldgæf,
dökkbrún blaðflétta sem vex á birki. Hún hefur fundizt á nokkrum
stöðum í Mývatnssveit og á Fljótsdalshéraði, auk þess á einum stað í
Vopnafirði. Fljótt á litið líkist hún annarri algengri blaðfléttu,
birkiskóf, sem er miklu algengari. Gljádumban þekkist á því að
yfirborð bleðlanna er gljáandi og vantar þær vörtur sem einkenna
birkiskófina.
Gljádumba á birkigrein
í Egilsstaðaskógi 29. júní 2010