Fuglagráma
Physcia dubia
er smávaxin,
ljósgrá blaðflétta sem vex uppi á steinum, uppi á
girðingarstaurum og hraundröngum, á vörðum eða á trjám í
húsagörðum þar sem spörfuglar sitja oft og skilja eftir sig áburð.
Hún vex oft í samfélagi með fuglaglæðu. Fuglagráman er algeng um
allt land. Blaðrendur hennar rísa oft meira eða
minna upp á rönd, og oft eru hraufur á blaðröndunum. Fuglarnir bera
auðveldlega hraufukornin með sér á fótunum þangað sem þeir fara
næst, og gerir það fléttunni auðvelt með að komast þangað sem
fuglarnir drita.
Þal fuglagrámunnar er
blaðkennt, oftast 2-5 sm í þvermál, bleðlar o,5-1 (1,5) mm breiðir,
ljós gráir eða hvítleitir, marggreindir, jaðarinn oft bylgjóttur,
uppbrettur, með hraufum á uppbrettu neðra borðinu. Neðra borð er
annars ljósbrúnt, bleikleitt eða hvítt, með fáeinum rætlingum, og
hraufum meðfram jaðri. Askhirzlur eru óþekktar hér á landi.
Þalsvörun:
K+ gul (barkarlag), KC-, C-, P-.
Innihald:
Atranorin