Þal kvistagrasanna myndar
litla (1-3 sm) brúska af uppréttum bleðlum á grennri greinum birkis
og fjalldrapa. Efra borð bleðla er brúnt til dökk brúnt, oft
grænbrúnt í vætu, slétt eða lítið eitt krypplað, við jaðarinn oft
með svartleitum, útstæðum pyttlum. Neðra borð er ljósbrúnt til
brúnt, með fáeinum rætlingum nær miðju. Margar askhirzlur eru nær
ætíð til staðar, dökk brúnar og gljáandi á efra borði endableðla,
1-4 mm í þvermál, þekja stundum nær allt þalið nema til jaðra.
Pyttlur randstæðar, dökk brúnar. Askgróin eru átta, glær, einhólfa,
sporbaugótt til egglaga, 6-9,5 x 4-5,8 mikron.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Protolichesterinsýra og aðrar ógreindar fitusýrur.