Þal mosakreklunnar er mjög
fínlega runnkennt, myndar allt að 3 sm stórar breiður.
Greinarnar eru stuttar, sívalar, marggreindar,
grábrúnar eða brúnar, um 0,1 mm breiðar. Askhirzlur algengar,
hliðstæðar á þráðunum, mynda flatan, kringlóttan, disk sem er brúnn
á efra borði, allt að 2 mm í þvermál, með greinilega eiginrönd.
Askgróin eru glær, 15-25 míkron á lengd, en 10-15 mikron á
breidd.
Mosakrekla vex einkum á mosatóm
á klettum. Hún er útbreidd um allt landið, en hvergi mjög áberandi.
Hún vex frá láglendi upp í um 800 m hæð, hæst skráð í Ólafsfelli við
Þjórsárver í 880 m hæð.
Þalsvörun: K-,
C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.