er fundið á nokkrum
stöðum á Austurlandi, en hvergi annars staðar á landinu. Það vex á
jarðvegi í klettaskorum, einkum nálægt sjó. Fléttan samanstendur af
þéttri þyrpingu af smábleðlum, en myndar engar greinar. Hún er
auðþekkt á því að gefa skærgræna svörun ef Calciumoxyklóríði
(Chorox) er dreypt á þal hennar, svörun sem á sér engan líka meðal
íslenzkra fléttna.
Seltulauf á utanverðri
strönd Seyðisfjarðar að sunnan, í ágúst 1996.