hefur fremur dökkt,
brúngrátt þal, sem er reitskipt í miðju með kúptum hnúðum eða vörtum
upp úr þalinu, sem stundum mynda hraufur upp úr miðjunni. Utan til
eru fellingar sem ganga nokkuð inn á þalið frá jaðrinum. Hnúðskorpan
hefur aðeins fundizt á fáum stöðum, og er því ekki vitað um hversu
útbreidd hún er.
Hnúðskorpa frá áreyrum austan Jökulsár á Brú
norðan Sauðár. Sjá má jaðarfellingarnar efst á myndinni til
vinstri.