Hreisturbikar
Cladonia squamosa
myndar oddmjóar, uppréttar þalgreinar, sem eru einfaldar eða lítið
eitt greindar, þétt settar fíngerðum hreistrum, sjaldnast með
örsmáum bikar sem er oftast opinn í botninn og með greinum upp úr
börmunum. Askhirslur hafa ekki sést hér á landi.
Hreisturbikar er afar sjaldgæf tegund sem vex á mýraþúfum eða í
mólendi. Fundarstaðir hans eru allir á Vesturlandi. Í útliti getur
hann líkst brekabroddum, en þekkist á neikvæðri P-svörun og á ljómun
í útfjólubláu ljósi. Brekabroddar voru óþekktir þegar Bernt Lynge
safnaði fléttum á Íslandi fyrir síðari heimstyrjöld, og greindi hann
sýni af þeim sem hreisturbikar eftir útlitinu einu saman.
Þalsvörun:
K- C-, KC-,
P-.
Hvít ljómun í útfjólubláu
ljósi
Innihald:
Squamatinsýra.