er líklega algeng
tegund við fuglabjörg, þótt það hafi ekki enn verið staðfest nema á
fáum stöðum. Hún er mikið í Surtsey, á hellum umhverfis máfavarpið.
Einnig virðist hún algeng í Grímsey. Hún vex bæði á klöppum, en
einnig á jarðvegi, t.d. á túndrum hálendisins þar sem gæsavarp er.
Hún virðist því mikið tengjast fuglum og varp-stöðvum þeirra, en er
ekki mjög áberandi þannig að tekið sé eftir henni. Þal hennar er
gráleitt og askhirzlurnar dökkar, oft ofurlítið mislitar.
Myndin af varpstúfu er
tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri 9. apríl 2008 af sýni frá
Surstey.