er runnkennd flétta
sem líkist mjög grábreyskju og er náskyld henni. Munur þessara
tegunda er fyrst og fremst fólginn í því, að dílbreyskja hefur
bláþörunga af ættkvíslinni Stigonema, en grábreyskja af
ættkvíslinni Nostoc. Þar sem bláþörungahnyðlur með
Stigonema-þörungum eru mjög dökkir á litinn (Nostoc-hnyðlur
ljósar og minna áberandi), verða dökkir bláþörungadílar mjög
áberandi í greinum dílbreyskjunnar. Þessi tegund er afar sjaldséð á
Íslandi, sem er nokkuð athyglisvert, þar sem þetta er með algengustu
breyskjum í norðlægum grannlöndum okkar.
Dílbreyskja austan við
Sæluhúsmúla á Reykjaheiði við Kelduhverfi.