Þal æðaskófar er blaðkennt,
kringluleitt og aðeins 1-2,5 sm í þvermál, eða stærra og þá
bleðlótt, með grænþörungum. Efra borð er grágrænt eða grábrúnt í
þurrki, fagurgrænt í vætu, slétt og stundum með möttum gljáa. Neðra
borð er snjóhvítt á milli dökkbrúnna, nær svartra æða, skófin tengd
við undirlagið með utanstæðum eða randstæðum vöndli rætlinga, og
stefna hinar skörpu æðar út frá þeim punkti. Hnyðlur með blágrænum
þörungum eru á æðum neðra borðs. Askhirzlur eru 2-5 mm í þvermál,
nær svartar, neðra borð þeirra barkarlaust. Askgróin eru aflöng,
glær, 4-5 sinnum lengri en breið, gerð af fjórum frumum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Tenuiorin og methylgyrófórat ásamt einum Triterpen.