Þal brúnrenglunnar er
blaðkennt, allt að 10-15 sm í þvermál, bleðlar 0,5-2,5 mm breiðir.
Efra borðið er brúnt eða grábrúnt, ávalt, slétt en ekki gljáandi,
neðra borðið svart, brúnt eða hvítleitt við jaðarinn, rætlingar á
neðra borði, 1 mm eða styttri, ekki sýnilegir ofan frá. Askhirzlur
eru brúnar, með þykkri, ljósbrúnni þalrönd, 2-3 mm í þvermál. Askar
hafa 4-8 gró, gróin dökk brún, tvíhólfa, þykkveggja, 38-45 (52) x
16-23 míkron.
Brúnrenglan vex
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.