Þal græntörgunnar er oftast
nokkuð samfellt, gulhvítt eða gulgrænt á litinn, reitskipt og með
svörtu forþali. Askhirzlur eru 0,3-1 (1,5) mm í þvermál, í hæð við
eða lítið eitt hærri en þalið, gulgrænar, blágrænar, svartgrænar eða
nær svartar á litinn með ljósari, gulgrænni þalrönd. Stundum eru
askhirzlurnar í þyrpingu eð ameir eða minna samgrónar, og þær
stærstu með skertum jöðrum. Græntarga líkist nokkuð vaxtörgu, en
hefur til samanburðar við hana þéttara og samfelldara þal,
askhirzlurnar miklu dekkri, grænleitar eða svartar og rísa minna upp
af þalinu. Askgróin eru einhólfa, glær, sporöskjulaga, 10-14 x 5-7
μm að stærð.
Þalsvörun: K-, C-,
KC+ gul, P-.
Innihald: Úsninsýra
og zeorin.
Græntarga á klöpp í Leifsstaðabrúnum í Kaupangssveit árið 1998.
Græntarga af steini ofan Eyvafens 9. ágúst 1996.