Þal mosagroppunnar er 2-5 sm
að stærð, gert af þrívíðu neti af samtengdum bleðlum og
þalstrengjum. Bleðlar eru mjög óreglulegir að stærð og gerð, mynda
bæði mjóa, 1 mm strengi og 5-10 mm breiðar, hálfgegnsæjar blöðkur,
tengdar saman með mjóum brúm. Efra borðið er grænsvart til svart,
oftast með kúlulaga snepum sem eru um 0,2 mm í þvermál. Neðra borðið
er grænt til grænsvart, engir rætlingar. Askhirzlur eru sjaldséðar,
brúnleitar eða svartar, 3-4 mm í þvermál, íhvolfar með þykkum jaðri.
Askar eru með átta gróum í einfaldri röð, gróin eru glær, einhólfa,
egglaga til nær hnöttótt, 8-13 x 6,5-10 míkron.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Engar fléttusýrur þekktar.