Þal fjörustúfunnar er hrúðurkennt,
grábrúnt eða grátt á litinn, jaðrarnir stundum aðeins laufkenndir,
en annars alsett vörtum sem rísa áberandi upp af þalinu þegar fjær
dregur jaðrinum, líkt og væru þær á stilkum. Randlaufin geta verið
0.5-1.5 mm á breidd, en vörturnar eru 0,2-0.5 mm í þvermál, sumar
með dökkri laut ofan í toppinn, sem síðar verður að askhirzlu.
Askhirzlur nær ætíð til staðar, dökk brúnar með grárri þalrönd,
0,5-1,5 mm í þvermál, lyftast hátt upp frá þalinu þar sem þær
myndast á toppi, stilkaðra þalvarta. Gróin eru átta í hverjum aski,
sporbaugótt, glær, tvíhólfa, 8-14 x 4-6 µm að stærð. Askþekjan er
dökkbrún eða brúnsvört, askbeður glær, 55-70 µm þykkur, undirþekja
glær.
Þalsvörun: K- eða +
daufbleik, C+ laxagul, KC-, P-.
Innihald:
Fjörustúfa, myndin tekin 15. júní árið 2000 á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri.
Fjörustúfa á fjöruklöpp á Kálfshamarsvík á Skaga sumarið 1994.
Fjörustúfa frá Heggstaðanesi 18. júní 1992.