Þal blettakrókanna er runnkennt,
þalgreinar uppréttar, sumar enda í 2-4 mm breiðum bikar, aðrar
bikarlausar, oft með fáeinum hreistrum neðst eða á jöðrum bikaranna.
Bikarinn venjulega lokaður í botninn, fremur óreglulegur með greinum
upp úr bikarbörmunum, sem sumar mynda aftur bikar. Yfirborð
þalgreinanna grágrænt eða grábrúnt, matt og örlítið floskennt,
blettótt vegna þörunganna, bilin milli þörunga-svæðanna oft svört,
einkum neðst við stofninn. Askhirzlur eru ekki þekktar hér á landi,
pyttlur eru á bikarbörmunum, dökk brúnar eða svartar, nær
hnöttóttar.
Huldubikar eru sjaldgæf tegund, sem finnst
á allmörgum stöðum dreift um norðanvert landið, en nánast óþekkt á
Suðurlandi.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P+ rauðgul.
Innihald:
Fumarprotocetrarsýra.