Þalið er blaðkennt, ólífubrúnt eða
grænbrúnt á efra borði, jaðarbleðlar gljáandi. Örsmáar, hvítar
raufar eru áberandi á yngstu jaðarbleðlunum og mynda þar smáar bólur
sem síðar verða að stuttum, útbelgdum snepum. Innar er þalið stundum
alsett slíkum snepum. Hér og hvar myndast að lokum hvítar hraufur,
1-2 mm í þvermál, með grófum hraufukornum. Bleðlarnir eru 1-3 mm
breiðir, svartir að neðan með svörtum rætlingum. Askhirzlur ekki
séðar á íslenzkum eintökum, en þær eiga að vera 1-2 mm í þvermál með
hraufum á þalröndinni, gróin átta í aski, glær, einhólfa,
sporbaugótt, 9-12 x 5,5-7 µm að stærð.
Fleiðurdumban vex trjáberki eða klettum,
algengust á Vesturlandi á klettum, en einnig fundin á trjám í
Hallormsstaðaskógi.
Þalsvörun: K-, C+
rauð, KC+ rauð, P-.
Innihald:
Lecanorinsýra.