Þéluskófin er allstórvaxin
(15-20 sm), bleðlar 1-3,5 sm breiðir, jaðrar útréttir eða
uppbrettir. Efra borð hennar er grátt, grábrúnt eða gulbrúnt, án
loðnu en allt meir eða minna smáhrufótt, stundum sléttara við miðju.
Neðra borðið er ljósbrúnt, dekkra inn við miðju, æðar flatar,
þéttriðnar, rætlingar brúskkenndir, brúnir. Askhirzlur eru
ófundnar á íslenzkum sýnum.
Þalsvörun:
K- eða K+ gulbrún, C-, KC-, P-.
Innihald:
Tenuiorin, methylgyrófórat, gyrofórinsýra, peltidactylin.