Þal klappagrámunnar er
blaðkennt, bleðlar greindir, (0,3) 0,5-1,5 (2) mm breiðir, venjulega
kúptir ofan. Efra borð er ljósgrátt eða blágrátt, venjulega með
ljósari blettum sem skiptast á við netlaga, dekkra mynstur, með
stórum (1-3 mm), hálfkúlulaga, blágráum hraufum. Neðra borð er dökk
brúnt eða svartleitt, með 1-1,5 mm löngum, dökkum rætlingum.
Klappagráman er breytileg í útliti, bæði að lit og hversu fíngerðir
randbleðlarnir eru. Askhirzlur eru fremur fátíðar, dökk brúnar eða
svartar, með ljósgráa þalrönd, 1-2 mm í þvermál. Askar hafa átta
gró, gróin dökk grænbrún, tvíhólfa, 13-20 x 7,5-11 míkron að stærð.
Þalsvörun: K+
gul (barkarlag), C-, KC-, P-.
Innihald:
Atranorin, Zeorin.