er allstórvaxin
skóf sem vex einkum í brekkum og snjódældum, meira til fjalla en á
láglendi. Skófin er brúnleit eða grábrún á litinn á efra borði, með
fremur möttum gljáa eða gljáalaus, en óloðin nema yzt á jöðrum, þar
sem einnig koma fyrir smáhrufóttir (scabrous) blettir. Neðra borð
skófarinnar er með dökkbrúnu, afar skýru æðaneti sem nær alveg inn
að miðju.
Dældaskóf í
Mælifellsdal í Skagafirði 31. júlí 2010. Til vinstri á myndinn sést
æðanetið á neðra borði.