hefur örþunnt eða ógreinilegt þal, en
myndar alltaf margar askhirzlur sem eru
dreifðar um undirlagið. Strjáltargan er mjög algeng á
gangstéttarhellum eða steinsteypu og
nemur oft land á henni eftir 10-20 ár undir beru lofti. Tilsýndar koma aðeins fram
ljósir blettir á yfirborðinu, en með stækkunargleri má greina á blettunum
gulgráar eða grágrænar askhirzlur með hvítri þalrönd. En strjáltargan vex einnig mjög oft á öðru undirlagi, t.d. á spýtum, beinum, eða jafnvel torfi.
Hún er sennilega ein af allra algengustu hrúðurfléttum á landinu.
Strjáltarga á steinsteyptum tröppum á
Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit.