er ein algengasta
skóf landsins. Hún vex á grónum jarðvegi í úthaga, bæði á engjum, í
móum og í skóglendi. Hún hefur blágræna þörunga í þali sínu, og
getur með hjálp þeirra numið nítur úr andrúmsloftinu. Hún hefur því
viss jarðvegsbætandi áhrif, þótt í litlum mæli sé. Engjaskófin er
nokkuð stór, ævinlega töluvert loðin á efra borði, einkum út við
jaðrana. Í vætu er hún oftast blágræn á lit eða brún, en í þurrki
ljósgrá eða grábrún. Brúnu litarefnin myndar hún helzt þegar
hún vex á bersvæði, enda eru þau vörn gegn sterku ljósi.