vex
einkum á mosagrónum flám hálendisins. Fléttur þessarar ættkvíslar
eru að jafnaði blaðkenndar, en hjá þessari tegund eru bleðlarnir
álíka mjóir og þykkir, auk þess töluvert greindir og uppréttir,
þannig að útlitið er fremur runnkennt. Greinarnar eru hins vegar
afar fíngerðar og þéttstæðar, aðeins 1-2 mm á lengd og greinendar um
0,1 mm á breidd. Líkjast þær litlum, kúptum púðum í mosanum, þar sem
greinarnar standa út í allar áttir.Púðarnir eru oftast um 1-2 sm í þvermál. Askhirslur myndast á
milli greinanna, í fyrstu eins og litlir hnettir emð laut ofan í
kollinn. Þegar þær stækka verða þær að allvíðum skálum, svörtum utan
með ljósum börmum, og dökkbrúnar innan. Þær stærstu ná að verða um
0,8 mm í þvermál.
Myndin af túndruslembru er tekin á
Náttúrufræðistofnun á Akureyri af sýni sem tekið var í nágrenni
við Eyjabakkafoss 12. ágúst árið 2000.