er mjög sjaldgæf
flétta á Íslandi. Hún er aðeins fundin á Austurlandi í Steinadal í
Suðursveit, við Hoffell í Hornafirði, í Austurskógum í Lóni og í
Egilsstaðaskógi (sbr. greinina Fléttur á íslenskum trjám í
Skóg-ræktarritinu 1998). Hún er blaðkennd, fagurlega grængul á
litinn með uppbretta bleðla. Blaðrendurnar eru með hraufum
(duftkenndum útbrotum). Gullinvarpið vex á stofnum og greinum
gamalla birkitrjáa.
Gullinvarp á birki í
Austurskógum í Lóni sumarið 1996