Raufarbikar
Cladonia sulphurina
er afar sjaldgæf flétta á Íslandi. Hún
finnst aðeins á takmörkuðu svæði á Vestfjörðum við norðanvert
Ísafjarðardjúp. Hún er gulgrá á litinn, alsett duftkenndum,
fíngerðum hraufukornum að utan og myndar bikara sem oft eru skakkir
eða með óreglulegum raufum, eða stundum meir eða minna götóttir og
netkenndir.