Þal hrímstrympunnar er hrúðurkennt,
allþykkt, reitskipt. Þalreitirnir eru kúptir, rísa vel upp af
þalinu, hvítleitir eða gráhrímaðir, oft strjálir. Askhirslurnar eru
stórar, svartar skjóður meðfram eða á milli þalvartanna, standa vel
upp úr undirlaginu, 0,4-0,8 mm í þvermál. Átta askgró eru í hverjum
aski,
dökkbrún, marghólfa múrskipt.
Hrímstrympan vex á móbergi eða basalti. Hún hefur fundist á nokkrum
stöðum í mismunandi landshlutum, bæði á láglendi og hátt til fjalla.
Hrímstrympa frá Klifinu á Hjaltastað á Fljótsdalshéraði.