eða
veggjaskóf er algeng þar sem úthafsloftslag er mest á
landinu. Hún er mjög útbreidd á Suður- og Vesturlandi, en
finnst aðeins á yztu annesjum á Norður- og Austurlandi. Hún
vex á klettum, steyptum veggjum og stöku sinnum á viði eða
trjábolum. Í fuglabjörgum getur hún litað heila klettaveggi.
Áður fannst hún oft á veggjum gömlu bæjanna, og þar af hefur hún
fengið nafnið. Veggjaskófin er stór, oft 6-10 sm í þvermál, og
þekkist bezt frá öðrum glæðum (klettaglæðu
og hellisglæðu)
á greinilega blaðkenndum jöðrum sem auðvelt er að losa frá
undirlaginu. Í miðjunni er hún oft alsett askhirzlum.
Veggjaglæða á Stað í
Reykhólasveit 22. ágúst 1992.
Veggjaglæða á klettum við Ögurnes í
Ísafjarðardjúpi.