vex á mosum sem
vaxa á klettum. Hún hefur fundist á allmörgum stöðum dreift um
landið, oft fremur til fjalla, en verður þó að teljast sjaldgæf.
Þalið er hvítleitt, afar þunnt, og hjúpar mosagreinarnar.
Askhirzlurnar eru innan við mm að stærð, appelsínugular eða lítið
eitt ryðgular. Gróin eru afar sérstök, frábrugðin venjulegum
merlugróum, óvenju löng og tvíhólfa með þunnum veggjum.
Myndin af jöklamerlu er
tekin 19. apríl 2008 á plöntusafninu í Kaupmannahöfn, af sýni
söfnuðu á Íslandi af Svanhildi Svane.
Askgró af jöklamerlu eru aflöng með þunnum
þvervegg.