Þal blaðmærunnar er hrúðurkennt og
vörtótt-bleðlótt í miðju, með laufkennda jaðra. Vörtur og smábleðlar
í miðju um 0,3-0,8 mm að stærð, jaðarbleðlar um 1-3 mm á breidd,
lausir frá undirlaginu. Yfirborð þalsins grágrænt eða ljós grábrúnt
á litinn, grænt í vætu, neðra borð jaðarbleðla hvítt. Askhirzlur eru
brúnar, kúptar, stilkaðar. Gróin eru átta í aski, 8-14 x 3-5 µm,
glær, oftast einhólfa. Askþekjan er gulbrún, askbeðurinn glær,
80-110 µm þykkur, undirþekja glær. Blaðmæran vex á berum jarðvegi,
torfi og utan í skurðbökkum. Hún er sjaldgæf nema á suðvestanverðu
landinu.
Þalsvörun: K+ gul,
C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald: Stictinsýra