hefur hrúðurkennt, fínlega
reitskipt þal, reitir 0,2-0,3 mm í þvermál, flatir, þalið blágrátt,
grábrúnt eða gráhvítt, svart forþal á milli reita og með
þaljaðrinum. Fíngerðar dökkgráar hraufur dreifðar um þalið, líta út
eins og litlir gígar með hvítleitum börmum. Þalið sums staðar mjög
þunnt eða götótt á milli. Engar askhirzlur
sjáanlegar. Gráfleiðran er líklega nokkuð algeng tegund á blágrýti um
allt land, en lítið er þó vitað um það með vissu, þar sem hún hefur
verið lítt þekkt.